Fara í efni

Veiðihornið

Veiðihornið er stærsta veiðivöruverslun landsins.

Frá fyrsta degi var markmið eigenda að bjóða íslenskum veiðimönnum besta mögulega búnað á besta mögulega verði og veita faglega þjónustu.

Þegar komið er inn í Veiðihornið Síðumúla 8 má sjá að hvergi hefur verið hvikað frá upphaflegum markmiðum á þeim 16 árum frá stofnun fyrirtækisins.  Í Veiðihorninu sérð þú meira úrval af vönduðum veiðibúnaði en annars staðar jafnvel í vönduðustu veiðiverslunum vestan hafs og austan.

Við gerum ekki upp á milli veiðimanna, hvort heldur sem þeir veiða á flugu eingöngu eða eru að stíga sín fyrstu skref í stangaveiði eða skotveiði.

Flest stærstu merki í stangaveiði og skotveiði fást í Veiðihorninu Síðumúla 8.  Í Veiðihorninu starfa veiðimenn með áratugalanga reynslu af hvers kyns veiði.  Viðskiptavinir geta því treyst því að fá vandaða vöru og góða þjónustu reyndra veiðimanna.

Veiðihornið er í eigu Bráðar ehf.

Bráð ehf. hefur lögheimili að Síðumúla 8, 108 Reykjavík.  Kt. félagsins er 420398-2049.  Virðisaukaskattsnúmer 57532.

Bráð ehf. var stofnað árið 1998 þegar eigendur félagsins, María Anna Clausen og Ólafur Vigfússon keyptu elstu sportveiðiverslun landsins, Veiðimanninn í gamla miðbæ Reykjavíkur en sögu Veiðimannsins má rekja aftur um 75 ár eða til ársins 1938 þegar starfsemin hófst undir nafninu Veiðiflugugerð Íslands.  Síðar breytti frumkvöðullinn, Albert Erlingsson nafninu og opnaði Veiðimanninn í Hafnarstræti árið 1940.
Veiðihornið byggir því einnig á langri reynslu og hefð í þjónustu við veiðimenn landsins.

Í 18 ár hefur reksturinn vaxið hægt og örugglega með mikilli fjölgun viðskiptavina um allt land enda verslunin löngu orðin þekkt fyrir vandað vöruval, hagstætt verð og góða þjónustu.

Síðustu 5 ár hefur Bráð ehf hlotnast sá heiður að vera valið eitt af fáum Framúrskarandi fyrirtækjum fyrir traustan og góðan rekstur.  Einungis 115 fyrirtæki á Íslandi komast í þann hóp.
Fyrir það erum við þakklát.  Án ánægðra viðskiptavina og góðra starfsmanna væru viðurkenningar sem þessar ekki mögulegar.

Hvað er í boði