Upplýsingamiðstöð Seyðisfjarðar (Landamæramiðstöð)
Í upplýsingamiðstöðinni er hægt að fá ferðabæklinga af öllu landinu, götu- og göngukort, frímerki, póstkort, og fleira. Í ferjuhúsinu eru salerni, frí þráðlaus nettenging fyrir gesti, minjagripaverslun og lítil kaffitería. Ferjuhúsið nýtist einnig sem biðstöð fyrir farþega Norrænu.