What's On - Tourist Information
What’s On er upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn í miðborg Reykjavíkur. Starfsfólkið þekkir ferðalög á Íslandi í þaula og veitir upplýsingar og ráðgjöf um allt það helsta sem ferðalangar á Íslandi þurfa að vita. Þar að auki fylgjumst við vel með hvað er í gangi í Reykjavík, tónleikar, sýningar og aðrir viðburðir.
Upplýsingamiðstöðin veitir ekki einungis ferðamönnum upplýsingar, hér er einnig hægt að:
· Bóka skoðunarferðir og uppákomur
· Leigja bíl
· Fá upplýsingar um færð og veður
· Fá upplýsingar um tónleika, sýningar, söfn og aðra viðburði
· Fá ábendingar um veitingastaði
· Nálgast upplýsingabækur og ferðabæklinga um Ísland
· Nota internetið
· Geyma farangur
Frekari upplýsingar um Ísland og ferðalög innanlands má nálgast á www.whatson.is . Einnig er hægt að hringja á upplýsingaskrifstofuna, senda tölvupóst eða koma við á Laugavegi 5.