Fara í efni

Þund

Þund býður upp á ferðir sem beinast að innlendum gróðurstöðum. Í ferðunum er lögð áhersla á flóru og einstaka vistfæði landsins. Ströndin skartar stórfengum gróðri og þangi, en á hrjúfum hraunbreiðum með mosum og fléttum gætu fundist smágerðar en fagrar blómplöntur.

Ólíkar plöntutegundir blómgast í hverjum mánuði. Gróðurferðirnar veita þér innsýn í sumt af því allra besta sem náttúran hér býður upp á, þ.á.m. okkar fjölbreyttu flóru og fánu og sjónfagurt landslag.

Hluti ferðanna felst í léttri til hóflegri göngu. Yfirleitt er áð fyrir samlokur en þú getur haft þitt eigið nesti meðferðis.

Vertu alltaf í hentugum útivistarfötum, gönguskóm og taktu með þér regnkápu. Ferðirnar eru í boði á íslensku og ensku. Ein af gróðurferðunum okkar er ágætt innlegg í ævintýrið þitt.

Í boði eru eftirtaldar ferðir:

  • Náttúruskoðun í Reykjavík: Rútuferð og létt ganga um græn svæði borgarinnar, m.a. Nauthólsvík, Laugardal og Heiðmörk. Dagsferð.
  • Flóra og menning: Rútuferð um Borgarfjörð, gengið um valin svæði á láglendi m.a. söfn, fossa og jarðhitasvæði. Stutt dagsferð.
  • Þríhyrnuferð: Þingvellir-Suðurströnd. Rútuferð um allstórt svæði mest á láglendi. Gengið um valin svæði í þjóðgarðinum, við flúðir, á strönd og um friðland og hverasvæði á Suðurlandi. Dagsferð.
  • Grasafræði og jarðfræði: Snæfellsnes. Gengið um valin svæði á Snæfellsnesi, þjóðgarður heimsóttur, gengið meðfram klettóttri strönd og dvalið við náttúruskoðun, áð á veitingastað, val um að fara í sund. Löng dagsferð.

Hvað er í boði