Ferðafélag Akureyrar
Ferðafélag Akureyrar (FFA) var stofnað árið 1936 og er deild í Ferðafélagi Íslands. Félagið skipuleggur á hverju ári 50 - 60 ferðir aðallega á Norðurlandi. Ferðirnar eru á mismunandi erfiðleikastigi og birtist áætlun yfir þær á heimasíðu FFA www.ffa.is Einnig eru stuttar sunnudagsgöngur kl. 10, þær eru fríar og öllum opnar. Félagið er einnig með hópverkefni og námskeið sem fólk getur skráð sig í.
Ferðafélag Akureyrar á og rekur sjö skála, þeir eru í Herðubreiðarlindum, við Drekagil og í Laugafelli, þar eru skálaverðir yfir sumartímann. Gönguskálarnir eru fjórir í Suðurárbotnum, í Dyngjufjalladal, við Bræðrafell og á Glerárdal. Nánar um það á heimasíðu FFA.
Ferðir allt árið. Sjá heimasíðu, www.ffa.is/
Skrifstofa Ferðafélags Akureyrar er opin sem hér segir:
Vetraropnun er frá 1. október til 30. apríl mánudaga til föstudaga kl. 11:00-13:00.
Sumaropnun er frá 1. maí til 30. september mánudaga til föstudaga kl. 14:00-17:00.
Á skrifstofunni er almenn afgreiðsla og þar eru veittar upplýsingar til félagsmanna og annarra þeirra sem nýta þjónustu félagsins. Hægt er að senda tölvupóst á netfangið ffa@ffa.is eða hringja í síma 462 2720.