Bitesized Iceland
Bitesized Iceland eða Ísland í bitastærð býður upp á gönguferðir þar sem fléttað er saman matarsmakki og fróðleik um
matarmenningu og -sögu þjóðarinnar. Slástu í för með okkur þar sem við vísum veginn um ýmsa kima matar og drykkjar og setjum í samhengi allt sem fyrir bragðlaukana ber. Markmið okkar er að tengja þig við landið, söguna og náttúruna þar sem þú upplifir hágæðahráefni og einstakt bragð. Fáðu innanbúðarsjónarhorn á mat, drykk, menningu og daglegt líf.