Arnarnes Álfasetur
Arnarnes Álfasetur er einstakt gistiheimili í Eyjafirði mitt á milli Akureyrar og Dalvíkur. Umlukið fallegri náttúru, friðsælt og heimilislegt. Á gistiheimilinu eru 5 tveggja manna herbergi og eitt fjölskylduherbergi Öll með sameiginlegum baðherbergum. Hægt að kaupa morgunverð og kvöldverð fyrir hópa. Yfir sumarið er í boði að sofa í húsbíl sem er dásamleg upplifun.
Að auki bjóðum við uppá 90 mínútna álfaferðir, þar sem heimur álfanna á svæðinu er kynntur.
Við erum staðsett í um 24 km fjarlægð frá Akureyri, nálægt hringveginum. Staðsetningin er því tilvalin fyrir þá sem vilja njóta kyrrðarinnar í sveitinni án þess þó að vera langt frá byggð.
Við hjá Arnarnesi Álfasetri erum hluti af verkefninu Ábyrg Ferðaþjónusta með því að ganga vel um og virða náttúruna, tryggja öryggi gesta okkar og koma fram við þá af háttvísi, virða réttindi starfsfólks og hafa jákvæð áhrif á nær samfélagið.
Við erum einnig hluti af Norðurstrandarleið
Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.