goHusky
Langar þig að prófa eitthvað öðruvísi? Hvernig væri að kíkja í heimsókn til goHusky og kynnast elskulegum huskyhundum?
Heimsókn: (Petting and pictures)
Við bjóðum ykkur velkomin á heimili okkar þar sem hundarnir búa sem hluti af fjölskyldunni. Husky hundar eru einstaklega vinalegir og finnst gaman að hitta gesti.
Klapp og knús og spjall um hundana yfir kaffibolla.
Tími: ca. ein klukkustund
Gönguferð og heimsókn: (Hiking with husky)
Öðruvísi gönguferð um sveitina okkar. Við útvegum hund, mittisbeisli og taum. Þú kemur í góðum skóm og með góða skapið. Eftir göngu bjóðum við upp á drykki og husky kossa.
Tími: ca. 2 klukkustundir
Sleðaferð: (Dogsledding)
Janúar – mars. Ferð þar sem hundar draga þig á sleða um nærumhverfi okkar. Einstök upplifun. Eftir sleðaferðina bjóðum við upp á drykki í frábærum félagsskap hundanna okkar.
Tími: ca. 2 klukkustundir
Við erum stutt frá Akureyri, aðeins 5 mínútna keyrsla.
Athugið, hver upplifun er "prívat", aðeins fyrir einn hóp í einu og þess vegna þarf að panta tíma fyrirfram.
Nánari upplýsingar og bókanir eru á heimasíðunni okkar, www.gohusky.is . Einnig er hægt að hafa samband við okkur í tölvupósti, gohusky@gohusky.is eða á síðunni okkar á Facebook .