Citywalk Reykjavík
Við bjóðum upp á bæjargöngu þar sem farið er yfir helstu kennileiti borgarinnar og arkitektúr þeirra, bæjarþróun og sögu landsins samtímis á skemmtilegan og líflegan máta.
Upphaflega voru göngurnar sniðnar að erlendum ferðamönnum og því allar ferðir á ensku. Núna bjóðum við uppá Íslendingagöngu sem er upplagt fyrir hópa t.d. fyrirtæki sem hafa áhuga á fróðleik í bænum eða skemmtilegum ratleik með mat og drykk.
CityWalk hefur verið starfandi síðan 2014 og hlotið yfir 5000 "excellent" review á TripAdvisor, fleiri en nokkuð annað íslenskt fyrirtæki.
Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana í gegnum heimasíðuna, www.citywalk.is