Iceland Activities
Iceland Activities er fjölskyldufyrirtæki sem hefur gríðar mikla reynslu af ferðamennsku á Íslandi og spannar sú reynsla yfir 30 ár.
Við leggjum metnað okkar í að sýna fólki Ísland og Íslenska náttúru á annan hátt en aðrir gera, þannig að það tengist náttúrunni bæði með fræðslu og einnig með því að fara aðeins út fyrir fjölsóttustu svæðin þar sem náttúrufegurðin er jafnvel enn meiri en á hinum hefðbundu svæðum, og þar liggur styrkur okkar í því hversu vel við þekkjum Ísland.
Við leggum mikinn metnað í allar okkar ferðir og höfum eitt markmið að leiðarljósi að fólk sem ferðast með okkur sé ánægt og upplifi sem mest.
Helstu ferðirnar sem við bjóðum uppá eru:
- Fjallahjólamennsku og fjallahjólaferðir
- Brimbrettaferðir og kennsla.
- Gönguferðir.
- Hellaferðir.
- Jeppaferðir.
- Snjóþrúguferðir
- Starfsmannaferðir og hvataferðir
- Skólaferðir
- Zipline
Við erum staðsettir í Hveragerði rétt við þjóðveg eitt um 40 km frá Reykjavík.
Ferðirnar okkar henta mjög breiðum hópi bæði í aldri og getu þar sem þær eru allt frá rólegum fjölskylduferðum upp í adrenalin ferðir.