Glamping & Camping
Smáhýsin eru staðsett í Herjólfsdal, höfum upp á að bjóða tvær týpur af smáhýsum:
1. Tunnur sem hafa að geyma tvö rými annars vegar svefnrými fyrir tvo og hins vegar stofu, með þægilegum og fallegum stólum.
2. A-hýsin eru eitt rými og þau eru einnig fyrir tvo.
Sjá verðskrá hér að neðan.
Smáhýsin eru fallega innréttuð með "Home sweet home" yfirbragði. Rafmagn er í húsunum en hvorki hreinlætisstaða né rennandi vatn. Ískápur er í öllum smáhýsunum.
Á tjaldsvæðinu er þjónustuhús með 4 salernum, 5 sturtum, eldunaraðstöðu, þvottavél og þurrkara. Sturtan er innifalin í verði. Leiktæki eru í Dalnum fyrir börnin.
Stutt í sundlaugina og golfvöllurinn hinu megin við túnið. Hundar eru bannaðir í Herjólfsdal. Frábærar gönguleiðir og hægt að ganga á Dalfjallið sem er ekki svo erfitt og skoða Lundann í leiðinni.
Verðskrá 2020
- Tunna 10.900 kr
- A-Hýsi 9.900 kr
- A-Hýsi Small 7.900
- Sængurpakki 1.600 pr rúm eitt gjald
- Sængurpakki (sæng+koddi+sængurfatnaður) ekki innifalinn
Verðskrá tjaldsvæði Herjólfsdalur & Þórsvöllur :
- 1.500 kr pr.mann pr.nótt 13 ára og eldri
- Rafmagn 950 kr pr.nótt
- Frítt fyrir 12 ára og yngri
- Eldri borgarar
- 1.200 pr mann pr.nótt
- 750 kr rafmagn pr.nótt