FlyOver Iceland
Þú situr í sæti fyrir framan 270 fermetra sveigðan skjá með fætur í lausu lofti. Myndin okkar fer með þig í æsispennandi ferðalag um Ísland og þú sérð landið þitt eins og aldrei áður! Tæknibrellur, þar á meðal vindur, þoka og lykt, ásamt hreyfingum búnaðarins gera þess upplifun ógleymanlega. Þetta verður þú að prófa!
Á staðnum er einnig kaffihús, verslun og aðgengileg salerni. Húsið er rúmgott og byggt til að rúma mikinn fjölda í einu án þess að það myndist of mikil nálægð. Sýningin okkar hefur verið endurskipulögð með öryggi gesta og starfsfólks í huga. Snertifletir sýningarinnar eru sótthreinsaðir eftir hverja sýningu.
Opið er alla daga, ítarlegri opnunartíma okkar má nálgast á heimasíðu okkar!