Fara í efni

Pakkhúsið

Pakkhúsið í Ólafsvík er gamalt verslunarhús, byggt árið 1844. Á fyrstu hæð hússins er Útgerðin, hönnunarverslun innan um fallegar listasýningar. 

Byggðasafnið er á efri hæðinni, þar geta gestir upplifað íslenskt alþýðuheimili 19. aldar og skyggnst inn í atvinnu- og lifnaðarhætti sjómanna fyrr á öldum. Í risinu er sýningin "Krambúðarloftið" sem ber íslenskri verslunarsögu vitni. Þar má finna ýmsa verslunarvöru, svo sem saltfisk og gúmmískó, sem höndlað var með forðum.

Í upphafi gegndi Pakkhúsið hlutverki birgðageymslu en síðar var m.a. rekin verslun í húsinu. Þar spurði fólk frétta, skiptist á skoðunum og dreypti á kaupmannsbrennivíni sem geymt var undir búðarborðinu.

Þess má geta að Ólafsvík telst elsti verslunarstaður landsins, en árið 1687 gaf konungur út skipun þar sem hann viðurkenndi Ólafsvík sem verslunarstað.

Opið virka daga frá 11:00-17:00 og um helgar 11:00-16:00

Hvað er í boði