Minjastofa Kvennaskólans
Minjastofa Kvennaskólans sýnir muni Kvennaskólans á Blönduósi, sem starfaði frá 1879-1978. Margir munanna eru gjafir frá námsmeyjum og velunnurum skólans. Sýningin er verkefni Vina Kvennaskólans. Ennfremur má sjá Elínarstofu með munum Elínar Briem forstöðukonu á tímabilinu 1880-1915 sem erfingjar gáfu.
Opnunartími:
Í júlí er opið alla virka daga 13-17. Einnig er opnað fyrir hópa á öðrum tímum eftir samkomulagi.
Aðgangseyrir:
Kr. 700, innifalin er leiðsögn um Minjastofur og Vatnsdælu á refli.