Gallerí Koltra
Gallerí Koltra er tilgreind sem svæðisupplýsingamiðstöð ferðamanna í Dýrafirði og getur ferðamaðurinn sótt sér upplýsingar um svæðið, áhugaverða staði hvort sem leiðin liggur norður eða suður fyrir hjá starfsmönnum Koltru sem þekkja sitt heimasvæði og þó víðar væri leitað mjög vel.
Í anda húsins er að finna vattasaum sem verður að teljast ein elsta handverksaðferð með ull á Íslandi þó víðar væri leitað. Unnar leðurvörur með tilvísun í heiðni prýða hillur sem og leðurvörur með keltnesku mynstri sem seint er hægt að telja ekki hluta af uppruna okkar Íslendinga.
Listaverk unnin úr rekaviði, sandi og skeljum fær ferðamanninn til að falla í stafi, hvernig er hægt að vinna þetta úr náttúrunni og skapa þessa list. Ferðamaðurinn tengir náttúruna við sköpunargáfu og þá orku sem hægt er að sækja úr henni.
Skartgripir unnir úr þara úr fjörum Dýrafjarðar eru einstakir munir sem einir og sér gera heimsókn í Koltru vel þess virði. Hugmyndaauðgin er greinilega framúrskarandi við fallegan fjörð með tignarlegum fjöllum. Síðast en alls ekki síst er að finna prjónavörur af ýmsum uppruna og skeiðum Íslandssögunnar, mynstur í lopa sem hægt er að rekja til landnáms alveg til mynsturs sem vísa í hraða dagsins í dag.