Sjóböðin-Geosea
Í GeoSea sjóböðunum nýtur þú náttúrunnar á einstakan hátt. Hitinn í iðrum jarðar sér um að sjórinn í böðunum sé hlýr og góður og steinefnaríkt vatnið gælir við hörundið. Á meðan hlýr sjórinn vinnur sín kraftaverk nýtur þú útsýnis yfir fjallgarðinn í vestri, Skjálfandaflóann fyrir neðan klettana og sjálfan Norður-heimskautsbauginn við sjóndeildarhring.
Vatnið í GeoSea sjóböðunum kemur úr tveimur borholum sem þegar eru til staðar, önnur er í notkun við ostakarið og hin er við Húsavíkurhöfn. Ekki er þörf á hreinsiefnum eða búnaði í sjóböðunum því stöðugt gegnumstreymi vatns frá borholum
GeoSea sjóböðin eru í útjaðri Húsavíkur. Flugfélagið Ernir flýgur á Aðaldalsflugvöll, rétt fyrir utan bæinn og Air Iceland Connect flýgur á Akureyrarflugvöll þaðan sem er tæplega klukkustundar akstur til Húsavíkur. Strætó gengur frá Reykjavík til Akureyrar og þaðan eru fastar ferðir til Húsavíkur.
Opnunartímar:
September-Maí er opið alla daga: 12:00-22:00
Júní-Ágúst: 12:00-00:00