The Retreat Spa
The Retreat Spa, sem er byggt inn í 800 ár gamalt hraunrennsli á suðurbakka Bláa Lónsins, er táknmynd hins harmóníska samruna náttúru, hönnunar og kraftanna sem leynast í jarðsjó lónsins. Ferðalagið gegnum heilsulindina var hugsað og skapað til að flytja hug þinn og líkama inn í nýjar víddir friðsældar og endurnæringar, enda liggur það gegnum eldvirkan heim dýrmæts jarðvarma, töfrandi jarðfræði og heillandi konsepthönnunar.
Þú leggur leið þína æ dýpra gegnum mögnuð mót hraunrennslis sem felur í sér endalausa möguleika og nær hápunkti með Ritúali Bláa Lónsins –hressandi hringrás vellíðunar þar sem þú upplifir á eigin skinni hin ummyndandi frumefni Bláa Lónsins: kísil, þörunga, steinefni og hraun.