Laugarás Lagoon
Sumarið 2025 opnar nýr griðastaður í Gullna hringnum, Laugarás Lagoon, staðsett í Laugarási, í grennd við Iðubrú í Bláskógabyggð. Baðstaðurinn mun innihalda tveggja hæða baðsvæði, gufuböð, hituð með jarðvarma úr uppsprettu í þorpinu, og kalda laug með jökulvatni úr Hvítá. Þökk sé víðfeðmu útsýni yfir ána, skóglendi, sveitir og fjöll skapast þar töfrandi samspil slökunar og nándar við náttúruna. Á veitingastaðnum Ylja verður boðið upp á fjölbreytt og árstíðabundið úrval veitinga með áherslu á að nýta hráefni úr nærsveitum.