Arctic Surfers
Arctic Surfers sérhæfir sig í ævintýraferðum sem viðkoma brimbrettum (SURF) og róðrabrettum (SUP) fyrir einstaklinga og/eða litla hópa.
Við hjá Arctic Surfers höfum brennandi áhuga á að skoða og upplifa Ísland. Starfsfólk okkar hefur ferðast um allt landið í meira en 20 ár, í leit að öldum og kjöraðstæðum til þess að stunda vatnasport. Hjá Arctic Surfers leggjum við áherslu á að byggja upp ferðaáætlanir sem ganga þvert á hina hefðbundnu orlofsupplifun með það að markmiði að þín upplifun verði einstök.
Brimbrettaferðir (Surf)
Við erum með yfir 20 ára reynslu af brimbrettum við Íslandsstrendur og bjóðum því upp á öruggt ævintýri þar sem þín upplifun er ávallt í forgangi.
Helgarnámskeið:
Á þessu námskeiði er farið yfir helstu atriði sem vert er að hafa í huga þegar byrjað er að surfa á Íslandi. Við leggjum áherslu á öryggi, hvernig á að lesa í veður- og sjóspár, hvernig búnað skal nota og hvernig skal umgangast búnað svo ekki sé talað um tvo heila daga á vettvangi í bestu mögulegum aðstæðum. Stútfull helgi af surfi!
Lengd ferðar: föstudagur til sunnudags (valdar helgar yfir sumartímann)
Fyrir hvern: Byrjendur og fyrir þá sem eru að byrja að fóta sig í heimi brimbretta á Íslandi. Allir 16 ára og eldri geta tekið þátt og enginn fyrri reynsla nauðsynleg. Takmarkað pláss.
Dagsferðir:
Í hverri ferð er leitast við að bjóða upp á bestu mögulegar aðstæður í samræmi við færni surfarans hverju sinni. Hver staður er ævintýri í sjálfu sér.
Lengd ferðar: 6-8 klst
Fyrir hvern: Aðeins ætluð þeim sem þegar hafa náð undirstöðuatriðunum. Lágmarksþátttaka eru tveir einstaklingar
Róðrabretti (SUP)
Búnaðurinn okkar er fyrsta flokks og gefur möguleika á mismunandi róðri því á örskotsstundu er hægt að breyta brettunum okkar í kajak (sit on top). Hér geta allir tekið þátt því róðrabretti er mjög byrjendavænt sport sem gefur margvíslega möguleika á að skoða og upplifa vötn, ár, firði og strandlínur Íslands. Það eru margir staðir sem vert er að skoða og við veljum hvert er best að fara hverju sinni allt eftir veðri, vatnsaðstæðum og þínum óskum. Að ferðast um á róðrabretti er sannarlega ótrúleg leið til þess að komast nær náttúrunni og uppgötva Ísland frá öðru sjónarhorni en áður.
Fjölskylduferðir:
Farið er yfir helstu undirstöðuatriði og nágrenni Reykjavíkur skoðað á sjó eða vatni. Mögnuð upplifun fyrir fjölskyldur og litla hópa þar sem allir geta tekið þátt.
Lengd ferðar: 2-3 klst
Fyrir hvern: Allir geta tekið þátt og enginn fyrri reynsla nauðsynleg, litlir hópar 4-5 einstaklingar.
Dagsferðir:
Farið er yfir helstu undirstöðuatriði þar sem leitast er við að bjóða upp á bestu aðstæður hverju sinni. Hver staður er ævintýri í sjálfu sér og magnað að upplifa náttúru Íslands af róðrabretti.
Lengd ferðar: 6-8 klst
Fyrir hvern: Allir geta tekið þátt og enginn fyrri reynsla nauðsynleg, lágmarksþátttaka eru tveir einstaklingar.
Hópefli og/eða hvataferðir:
Er einhver að fara að gifta sig og langar ykkur að sprella með gæsinni eða steggnum? Á að hrista vinnustaðinn saman? Við búum til stórskemmtileg tækifæri fyrir litla vinahópa og/eða vinnustaði þar sem leikur og skemmtun er meginmarkmiðið.
Vertu í sambandi við okkur og við sníðum ævintýrið eftir ykkar þörfum
Sendið okkur póst á info@arcticsurfers.com fyrir nánari upplýsingar.
Hlökkum til að sjá ykkur í sumar