Spói Gisting
Spói gistiheimili á Hvolsvelli stendur við Hlíðarveg 15 sem er vegurinn sem liggur inní Fljótshlíð. Þetta hús var byggt í kringum 1960 af þáverandi kaupfélagsstjóra síðar eignaðist Kaupfélag Rangæinga húsið sem upp frá því varð kaupfélagsstjórabústaður um árabil.
Núverandi eigendur hafa búið hér síðan 1998, árið 2015 tóku þeir ákvörðum um að breyta húsinu í gistiheimili með gistipláss fyrir 10 gesti í 6 svefnherbergjum með aðgangi að þremur baðherbergjum. Húsið hefur gengið í gegnum breytingar og hressilega endurnýjun.