Fara í efni

Dalakot

Dalakot er lítið einkarekið gistiheimili. Gistiheimili hefur verið í húsinu síðan um miðja síðustu öld. Árið 2013 keyptu hjónin Anna Sigríður Grétarsdóttir og Pálmi Jóhannsson gistiheimilið og gáfu því nafnið Dalakot. Síðan þá hafa þau unnið að endurbótum á húsnæði og umhverfi þess og eru enn að.

Í gistiheimilinu eru 9 herbergi með gistirými fyrir 19 manns. Einnig er heilsárshús niður við ströndina sem hentar vel smærri hópum eða fjölskyldum með gistipláss fyrir 6 manns.

Veitingastaður og bar er rekinn á gistiheimilinu þar sem pizzur og hamborgar eru aðaluppistaða matseðils en einnig eru nokkrir sérréttir hússins. Boðið er uppá morgunmat og heitan mat í hádeginu og/eða mat af matseðli. Opið daglega frá 12:00 til 21:00.

Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.

Hvað er í boði