Skálatjörn gistiheimili
Verið velkomin á gistiheimilið Skálatjörn
Upplifðu íslensku sveitina sem staðsett er á kyrrlátum og rólegum Geitabæ. Þessi bændagisting býður upp á þægilega gistingu.
6 stúdíó íbúðir allar með eldhúsi, sturtu og sjónvarpi, 3 herbergi með sameiginlegu baði í heimagistingu okkar og stóra fjölskyldu íbúð með frábæru útsýni á annari hæð gistihúsins.
Einnig er ókeypis internet, útsýni yfir frægustu eldfjöll á Íslandi, Eyjafjallajökul og Heklu.
Skálatjörn er nálægt áhugaverðum stöðum Urriðarfoss 10 mín, Seljalandsfoss 45 min, Skógarfoss 60 mín, Geysir 60 mín, Gullfoss 70 mín, Kerið 25 mín, Reykjadalur 30 mín. Reykjavík 60 mín og fl og fl . Matvöruverslanir og veitingastaðir á Selfossi í aðeins 15 mín keyrslu.
Skálatjörn er fullkominn fyrir ferðalanga sem elska náttúru, dýr og róandi sveit, gestgjafar þínir,
Helena og Stefan, láta öllum líða eins og heima hjá sér og að gera dvöl þína sem besta. Hittu vingjarnlegar geitur og loðna vini sem búa á bænum, það er sannarlega frábær staður til að vera í fríinu þínu. Allir okkar gestir njóta þess að hitta geiturnar okkar frítt.
Náttúruunnendur munu elska þessa gistingu þar sem umhverfið er fagurt og kyrrlátt andrúmsloft, framúrskarandi dómar á netinu, sem sýnir að gestir elska að gista hjá okkur.
Einkunn gesta á booking.com er 9,4.
Hvað er í boði
Skálatjörn | Heimsækja íslensku geitina
Við höfum tekið á móti gestum að skoða Geiturnar okkar núna í 3 ár og erum með mikla reynslu með hæstu einkunn inn á airbnb sem er 5, hægt er að lesa usagnir þar.
Best er að panta í gegnum airbnb undir vist icelandic goat. Ath Geitaskoðun er alla dag á sumrin kl 17.30 og eftir þörfum á veturnar.
Það sem er gert í geitaskoðun, við förum inn á tún til þeirra og inn í geitahús ef slæmt er veður fræðumst um sögu íslenskra geita hvernig þær voru fluttar til Íslands og hvernig þær voru notaðar. Einnig er gaman að klappa þeim gefa hey og hjálpa mér við vinnuna ef fólk vill. Gaman er líka að taka selfie með geit eða kiðling. Skoðun getur tekið frá 45 mín til 60 mín. Þessi upplifun er kjörin fyrir börn þar sem geiturnar eru allar góðar og hægt er að treysta þeim.
Íslenska geitin er tegund í útrýmingarhættu og við erum ein af bændunum sem vinna að því að vernda og viðhalda geitastofninum á Íslandi.
Talið er að geitfé hafi fyrst borist til Íslands með landnámsmönnum og hafi verið hér án innblöndunar í um 1100 ár. Ekki er mikið vitað um stöðu íslenska geitfjárstofnsins fyrstu árhundruð Íslandsbyggðar, enda lítið fjallað um geitfé í rituðum heimildum. Þó er minnst á geitfé í fornbókmenntum til dæmis í Snorra-Eddu, Ljósvetningasögu og Landnámu. Í Snorra-Eddu er sagt frá því að þrumuguðinn Þór átti tvo hafra þá Tanngrisnir og Tanngnjóstur sem drógu vagninn hans. Þar segir einnig frá geitinni Heiðrúnu en úr spenum hennar rann mjöður mikill sem bardagamenn Valhallar drukku af góðri lyst. Örnefni dregin af geitum eru algeng um landið eins og til dæmis Geitafell, Geitasandur, Hafursá, Kiðafell og Kiðjaberg.
Fornleifafræðilegar greiningar á dýrabeinum sýna að á 9. og 10. öld voru geitur á flestum bæjum en þeim fór fækkandi eftir það. Við upphaf 13. aldar voru geitur orðnar sjaldgæfar en á móti fjölgaði sauðfé. Í dag finnast geitur í öllum landshlutum nema á Vestfjörðum og er geitfjáreign afar dreifð. Geitastofninn telst vera í útrýmingarhættu en í árslok 2016 taldi stofninn 1188 vetrarfóðraðar geitur í 104 hjörðum (tekið af vefsíðu geit.is).
Skálatjörn | Visit the Icelandic Goat
The Icelandic goat is an endangered species and Helena and Stefan is one of the farmers working towards protecting and maintaining the goat stock in Iceland. Visitors receive a warm welcome from the goats, which are very friendly.
We have been welcoming visitors to our Goats for 3 years now and we have a lot of experience with a high rating on Airbnb which is 5 you can read stories there.
It is best to order via Airbnb under visit Icelandic goat. Goat inspection is every day in the summer at 17.30 and as needed in the winter.
What is done in goat inspection, we go into their fields and into goat houses if the weather is bad, we learn about the history of Icelandic goats, how they were brought to Iceland and how they were used. It's also fun to pat them, give hay and help me with the work if people want. It's also fun to take a selfie with a goat or a kitten. Inspection can take from 45 minutes to 60 minutes. this experience is ideal for children as the goats are all good and can be trusted
The Icelandic goat, also known as the ‘settlement goat’, is an ancient breed of domestic goat believed to be of Norwegian origin and dating back to the settlement of Iceland over 1100 years ago.It is believed that goats were first brought to Iceland by settlers and have been here without interference for about 1100 years. Not much is known about the status of the Icelandic goat population in the first centuries of the Icelandic settlement, as little is said about goats in written sources. However, goats are mentioned in ancient literature, for example in Snorri-Edda, Ljósvetningasaga, and Landnáma. In Snorri-Edda it is said that the thunder god Þór had two goats, Tanngrisnir and Tanngnjóstur, who towed his chariot. It also tells about the goat Heiðrún, but from her teats flowed a lot of mead that the fighters of Valhalla drank with good appetite. Place-names derived from goats are common throughout the country, such as Geitafell, Geitasandur, Hafursá, Kiðafell and Kiðjaberg.
Archaeological analysis of animal bones shows that in the 9th and 10th centuries, goats were present on most farms, but their numbers declined thereafter. By the beginning of the 13th century, goats had become rare, but the number of sheep increased. Today, goats are found in all parts of the country except in the Westfjords and goat property is very scattered. The goat population is considered to be in danger of extinction, but at the end of 2016 the population counted 1188 winter-fed goats in 104 herds.
The Icelandic goat is the only farm animal sponsored by the Icelandic government for the purpose of ensuring its survival.