Original North
Original North - Camp Boutique er lítið fjölskyldu fyrirtæki sem staðsett er á Vaði í Þingeyjarsveit þar sem gestgjafarnir eru fæddir og uppaldnir. Boðið er upp á tvennskonar gistingu á staðnum, annars vegar í fullbúnum og upphituðum lúxus tjöldum og hins vegar er hægt að leigja hús. Hægt er að velja um tvær gerðir af tjöldum, annars vegar 2ja manna tjald (25 fm) og hins vegar 4 manna fjölskyldutjald (45 fm). Gisting í lúxus tjaldi er einstakt tækifæri til að njóta íslenskrar náttúru á skemmtilegan hátt.
Húsið sem er til leigu er 4 herbergja og fullbúið. Húsið er nýuppgert í gamaldags stíl þar sem sveitarómantíkin fær að njóta sín. Í húsinu er gistirými fyrir 8 manns. Húsavík er aðeins í 27 km fjarlægð og Akureyri í um 50 km fjarlægð.
OPNUNARTÍMI
Tjöld: Júní – September
Húsið: Allt árið