Steinhúsið gistiheimili
Steinhúsið 1911 er skemmtilegur og fallegur gistimöguleiki í fyrsta steinsteypta húsinu á Hólmavík á Ströndum. Á Hólmavík er bæði stutt í alla helstu þjónustu og óspillta náttúru. Tilvalinn staður til að slappa af eða fara í dagsferðir út frá og koma heim til Steinhússins, sumar, vetur, vor og haust.