Bella Apartments & Rooms
Bella Apartment & Rooms er nýtt og glæsilegt hótel í hjarta Selfossbæjar. Hótelið býður upp á gistingu í 15 herbergjum ,4 lúxús tveggja herbergja íbúðum og 1 penthouse íbúð. Öll herbergin eru fallega innréttuð, björt og rúmgóð með sér baðherbergi, sjónvarpi og ókeypis nettengingu.
Tveggja herbergja lúxus íbúðirnar eru einstaklega vel hannaðar með tveimur svefnherbergjum, einu stóru baðherbergi, þvottavél og þurrkara, rúmgóðu eldhúsi, stofu með svefnsófa og stórum svölum.
Hver íbúð er með svefnpláss fyrir allt að 7 manns.
Penthouse lúxus íbúðin er með frábæru útsýni, tveimur svölum, 1 svefnherbergi og með gistirými fyrir allt að 6 manns. Hún er búin með fullbúnu eldhúsi, uppþvottavél og einu stóru baðherbergi.
Bella Apartments & Rooms er kjörinn staður til að vera á meðan dvöl þinni stendur á Íslandi því Selfoss er miðsvæðis fyrir margt á Suðurlandinu. Stutt er að fara á helstu ferðamannastaðina og einungis 40 mínútna akstur til Reykjavíkur. Þú getur farið í fullkomna dagsferð frá hótelinu allan ársins hring.
Nálægt hótelinu eru verslanir og veitingastaðir, sundlaug með rennibrautum, hestaleigur og margt fleirra. Bella er tilvalin staðsetning fyrir fjölskyldur til að vera og kanna hvað Selfoss og nágrenni hefur uppá að bjóða.
Sendið okkur tölvupóst: booking@bellahotel.is og fáið nánari upplýsingar um hótelið og verð hjá okkur. Vinsamlegast hafið samband við info@bellahotel.is vegna verðlista og stærri bókana.