Hafdals Hótel
Hafdals hótel er nýlegt fjölskyldurekið sveitahótel, staðsett í Vaðlaheiði, aðeins 5 km. frá Akureyri.
Hótelið er með stórum og rúmgóðum vel búnum herbergjum,( 24m2) með sér baði og setusvæði,sjónvarpi,ísskáp,kaffivél, ókeypis interneti og snyrtivörum.
Herbergin eru öll með stórum gluggum með miklu og fallegu útsýni yfir Eyjafjörðinn og Akureyri.
Herbergin eru innréttuð á hlýlegan og stýlhreinan máta og með gólfhita.
Verönd /svalir er við öll herbergin, þar sem er gott að sitja og slappa af og njóta náttúrunnar og útsýnisins.
Hótelið býður upp á eitt fjölskyldu herbergi fyrir 3-4 einstaklinga.
Morgunverðarhlaðborð er í boði daglega og er innifalið í uppgefnum verðum.
Stutt er í flestar náttúruperlur Norðurlands og margskonar afþreyingu í næsta nágrenni.
Við leggjum áherslu á að taka vel á móti gestum og veita persónulega þjónustu.