Ásar Guesthouse
Ásar Guesthouse er fallegt, lítið gistiheimili með fjórum tveggja manna herbergjum og tveimur baðherbergjum. Gestir hafa aðgang að stofu og setustofu með sjónvarpi.
Við dekrum við gestina okkar á allan hátt svo dvölin verði sem eftirminnilegust.
Girnilegur morgunverður er innifalinn í gistingunni og ilmur af nýbökuðu brauði tekur á móti gestum þegar þeir koma á fætur.
Gistiheimilið er staðsett í Eyjafjarðarsveit, aðeins 10 km. frá Akureyri, umvafið fallegum fjöllum í fullkominni kyrrð og ró.
Í Eyjafjarðarsveit má finna margs konar afþreyingu, veitingahús, söfn, sundlaug, golfvöll, kaffihús, kirkjur og gallerí. Fallegar gönguleiðir eru í nánasta umhverfi og hestaleigur.
Ásar Guesthouse er opið allt árið og vel staðsett fyrir skíðaáhugafólk sem vill nýta sér frábæra skíðastaði í nágrenninu.
Heitur pottur er á veröndinni með fallegu útsýni yfir fjörðinn og til Akureyrar.
Fátt er betra en að láta líða úr sér eftir daginn í heitum potti og á fallegum vetrarkvöldum með stjörnubjartan himinn eða dansandi norðurljós.