Fara í efni

Hléskógar

Á Hléskógum í Grýtubakkahreppi (30 km frá Akureyri) er boðið uppá gistiíbuð í fallegu og rólegu umhverfi. Í íbúðinni eru 3 herbergi og pláss fyrir allt að 6 manns. Uppábúin rúm og handklæði. Þvottavél, sturta, WC og WiFi.

Einfalt og lítið eldhús með möguleika að elda. Ísskápur, frýstir og örbylgjuofn.

Hentar fjölskyldufólki afar vel þar sem allt er á jarðhæð og nóg pláss til að hlaupa um.

Heitur pottur, grill, trampólín og sólpallur og útsýnið stórkostlegt.

Hér er nóg að gera og skoða í nágrenninu; endalausar gönguleiðir, hestaleiga, sundlaug, golfvöllur, kajakferðir, hvalaskoðun og stutt í Goðafoss og Mývatn. Fullkomið stopover fyrir 1-2 nætur. Hestar, hundar og köttur eru á bænum. Verð er 17.500 kr/nóttin. Laust í júni og eitthvað í júli og ágúst.

Fyrirspurnir og bókarnir sandra@hestanet.net

Hvað er í boði