South Central Guesthouse
South Central Guesthouse
Fallegt og heimilislegt gistiheimili í friðsælu umhverfi á Suðurlandi.
Herbergjaskipan er aðallega tveggja manna herbergi með sameiginlegu baði en einnig má fá fjögurra manna herbergi. Gestir hafa aðgang að sameiginlegu eldhúsi og matsal. Húsið er rúmgott með nokkrum setustofum.
Skjólsæl verönd og grill.
Tilvalið fyrir litla hópa, gistimöguleiki fyrir allt að 20 manns.
Frá gistiheimilinu er útsýni til Heklu og stutt að heimsækja margar af náttúruperlum Suðurlands.