Fljótsdalur HI Hostel / Farfuglaheimili
Fljótsdalur var upphaflega sveitabær en þar hefur nú verið rekið gistiheimili í yfir 50 ár. Frá bænum er útsýni yfir hinn góðkunna Eyjafjallajökul og gistiheimilið hefur verið endurnýjað af kostgæfni sem viðheldur fortíðarblæ, til að mynda þá er sturtan í garðinum og engin nettenging er á bænum. En nóg er hægt að hafa fyrir stafni bæði innan- sem utandyra, með skemmtilegum gönguleiðum allt í kring og yfir 2000 bækur sem hægt er að sökkva sér í.
Vinsamlegast athugið að ekki er hægt að bóka gistingu á netinu. Bóka þarf í gegnum tölvupóst eða síma. Einungis er hægt að greiða fyrir gistinguna með reiðufé þar sem gistiheimilið tekur ekki við kortagreiðslum.
Á svæðinu:
- Þórsmörk, eitt vinsælasta útivistarsvæði landsins er aðeins handan við ána frá gistiheimilinu.
- Fljótsdalur er staðsett við enda Laugavegsins og er því tilvalinn dvalarstaður fyrir þreytt göngufólk.
- Stutt er í marga af vinsælustu stöðunum á suðurströndinni eins og Skógafoss, Eyjafjallajökul og Seljavallalaug.
Við hjá Farfuglum leggjum okkur statt og stöðugt fram við að standa undir orðspori okkar sem leiðtogar á sviði sjálfbærrar ferðaþjónustu. Við tökum virkan þátt í að efla sjálfbærni í okkar samfélögum og sýnum það í verki í allri okkar starfsemi og stefnu.