Klængshóll í Skíðadal
Klængshóll í Skíðadal er einstakur staður á Norðurlandi. Hann er tilvalinn fyrir afslöppun í faðmi náttúrunnar með fjölskyldu eða vinum, og hentar vel fyrir hópa og fundarhöld.
Gistingin er í 8 litlum íbúðum í 4 húsum, að auki hafa gestir aðgang að baðhúsi með heitum potti og gufubaði, setustofu og sal sem hentar vel fyrir yoga eða borðtennis. Í gamla íbúðarhúsinu er morgunverður framreiddur, einnig er hægt að panta aðrar máltíðir.
Náttúran umlykur staðinn og fjölbreyttar gönguleiðir liggja frá Klængshóli.
www.ravenhilllodge.com
www.bergmenn.com
www.arcticheliskiing.com
www.karlsa.com