Gistiheimilið Malarhorn
Á gistiheimilinu Malarhorni er boðið upp á að leigja hús með 4 svefnherbergjum og eldhúsi (hús nr. 2), tveggja manna herbergi með snyrtingu og sturtu í 10 herbergja húsi (hús nr. 1),
íbúð með aðgengi fyrir fatlaða, fjölskylduherbergi og lúxusherbergi, 27 fm hvort (hús nr. 3).
Veitingahúsið Malarkaffi er rekið á sama stað, auk þess sem boðið er upp á siglingar út í eyjuna Grímsey, þar sem hægt er að njóta fjölskrúðugs fuglalífs yfir sumartímann. Einnig er möguleiki á sjóstangveiði.