Salthús Gistiheimili
Gistiheimili, Salthús gallerí og gestavinnustofur listamanna á Skagaströnd.
Salthúsið á Skagaströnd var endurgert árið 2017 og breytt í gistiheimili. Það fékk nafn sitt um 1950 þegar þar var saltaður saltfiskur á vegum fiskvinnslufélags Skagstrendings. Salthúsið er staðsett nyrst í bænum á Spákonufellshöfða, þar sem hægt er að skoða bæði sólsetur, norðurljós og fara í göngutúr eftir stígum á höfðanum.
Salthúsið er á tveimur hæðum og getur tekið á móti allt að 36 gestum. Á hverri hæð eru 7 rúmgóð herbergi með sér baðherbergi og vel útbúnu sameiginlegu eldhúsi. Á fyrstu hæðinni eru 4 fjölskylduherbergi með sjávarútsýni og aðgengi út í garð, þrjú tveggja manna herbergi með fjallasýn, þar af tvö með aðgengi fyrir fatlaða. Á efri hæðinni eru sjö hjónaherbergi með sjávarútsýni til suðurs eða fjallasýn til norðurs.
Í almennu rými Salthússins er rekið gallerí með sama nafni sem sýnir nútíma verk listamanna sem dvalið hafa í Nes listamiðstöð, en einnig verk annara listamanna innlendra sem erlendra.
Á Skagaströnd er hægt að njóta nátturunnar á göngu, fjallgöngu í golfi eða að veiða í vötnum og ám. Skaginn hefur upp á margvíslega náttúruupplifun að bjóða og ber Kálfshamarvík með sínu stuðlabergi, sel og fuglalífi þar hæst.