Fara í efni

Rauðsdalur

Gistihúsið í Rauðsdal er opið allt árið. Gistingin er í sérhúsi með 12 herbergjum án baðs. Eldunaraðstaða er fyrir gesti og í boði er morgunverður fyrir þá sem þess óska yfir sumartíman.

Í Rauðsdal er boðið upp á gistingu í uppbúnum rúmum og svefnpokaplássi.

Gistihúsið er vel staðsett fyrir farþega Breiðafjarðarferjunar Baldurs, er aðeins í 5 kílómetra aksturfjarlægð frá ferjuhöfninni á Brjánslæk. Fyrir neðan bæinn er einstök sandströnd – tilvalin fyrir gönguferðir, þar eru hin sérstöku Reiðsskörð sem er berggangur í sjó fram. Í Rauðsdal er ásamt rekstri gistihúss stundaður hefðbundinn búskapur með kindur og kýr.

Rauðsdalur er við veg 62, í 50 km akstursfjarlægð frá Patreksfirði og 85 km frá Látrabjargi. 2 sundlaugar eru í næsta nágrenni, á Krossholtum í 6 km fjarlægð og við Flókalund í 10 km fjarlægð, á báðum stöðum eru einnig heitir náttúrupottar.

Hvað er í boði