Kayakferðir Stokkseyri
Kayakferðir á Stokkseyri hefur verið starfandi síðan árið 1995 og tókum við Gunnar Valberg og Magnús Ragnar við rekstrinum haustið 2013. Miklar umbætur hafa orðið síðan þá og þar á meðal höfum við endurnýjað alla báta og mest allan búnað.
Ferðirnar sem við bjóðum upp á eru fjölbreyttar, allt frá rólegheitar fjölskylduferðum án leiðsögumanns, upp í tveggja og hálfstíma ferðir á vatni og sjó með leiðsögumanni. Einnig bjóðum við upp á gæsa og steggjaferðir, tókum á móti litlum og stórum skóla- og vinnustaðarhópum. Nýjustu ferðirnar okkar eru norðurljósaferðin og ferð yfir á Eyrarbakka.
Allir ættu að geta fundið sér einhverja ferð við sitt hæfi.
Kayakferðir hafa fengið skemmtileg verkefni t.d að skipuleggja heilan dag fyrir 250 manna skólahóp þar sem við komum einungis 50 manns í bát í einni ferð. Í dagskránni þennan dag var meðal annars Bubblebolti sem eru í okkar eign, hópefli sem er stjórnað af fagmanni, auk safna hér á Stokkseyri.
Kayakferðir hafa aðgang að sundlaug Stokkseyrar sem er eflaust ein sú vinalegasta sundlaug landsins en þar gætir þú átt von á heitu kaffi eða djúsi í pottinn. Aðgangur að henni fylgjr öllum kayakferðunum okkar á opnunartíma en einnig er hægt að fá aðgang að henni utan opnunartíma gegn vægu gjaldi.
Einn besti veitingarstaður landssins www.fjorubordid.is er svo nokkrum metrum frá okkur, um að gera nýta sér það.!
Nánari upplýsingar um þetta allt saman er að finna á heimasíðu okkar www.kajak.is eða hafa einfaldlega beint samband við okkur í síma 868-9046 eða 695-2058
Láttu okkur setja upp ógleymanlegan pakka fyrir þig.
Komdu á Stokkseyri!