Fara í efni

Herjólfur

Nýi Herjólfur var tekinn í notkun í júlí 2019. Skipið tekur 540 farþega og umþað bil 75 bíla. Skipið er rafvænt og stefnir enn frekar að grænni framtíð. Um borð í ferjunni er veitingasala og borðsalur fyrir gesti.

Sigling með Herjólfi er bæði ódýrasti, þægilegasti og skemmtilegasti ferðamátinn til Vestmannaeyja. Siglingaleiðin frá Landeyjahöfn til Vestmannaeyja er áhugaverð og náttúrufegurðin engu lík.

Herjólfur siglir 7 ferðir á dag milli lands og Eyja allan ársins hring.

Frekari upplýsingar er að finna á heimasíðu okkar www.herjolfur.is , svo sem siglingaáætlun, verðskrá og svör við algengum spurningum.

Ef frekari upplýsingar vantar er hægt að hafa samband við afgreiðslu Herjólfs í síma 481-2800 eða senda tölvupóst á herjolfur@herjolfur.is 

Hvað er í boði