Syðri-Rot
Sumarhúsið er byggt árið 2012 fyrir notkun allt árið um kring. Staðsett undir Vestur-Eyjafjöllum þar sem stutt er í afþreyingu og helstu náttúruperlur Suðurlands.
Húsið er á 2 hæðum og er rúmpláss fyrir 7, plús barnarúm sem hægt er að setja upp (leyfi fyrir 8 manns). 4 svefnherbergi, tvö herbergjanna eru með king size rúmum (180 cm), eitt með queen size rúmmi (160 cm), eitt með 120 cm rúmmi.
Eldhúsið er vel útbúið með uppþvottavél, ofni, örbylgjuofni, ísskáp, frysti, brauðrist, vatnsketli, venjulegri kaffivél og NESPRESSO kaffivél. Grill á verönd.
Stofan er með flatskjásjónvarpi og DVD-spilara. Útvarp og Libratone Loop hátalari. 3G internet.
Baðherbergið er með þvottavél og stórri sturtu með útsýni til Eyjafjallajökuls.
Húsið er hlýtt og þægilegt. Á fyrstu hæð eru öll herbergi með gólfhita. Á annari hæð eru rafmagnsofnar í hverju herbergi.
Handklæði og sengurföt eru innifalin.
Til að bóka á Airbnb smellið hér.