Sindrastaðir
Að Sindrastöðum Lækjamóti II (GPS N 065° 24.840, W 20° 35.882) eru tvær íbúðir til útleigu. Þær eru staðsettar í einu af stærri hesthúsum landsins sem opnaði 2014.
Annars vegar er 68 fm2 (Sindrastadir Apartment with Mountain view) sem er með tvö svefnherbergi með IQ care queen size rúmum í hvoru herbergi, eitt baðherbergi með sturtu, samliggjandi stofu sem er með svefnsófa og eldhúsi sem er fullbúið til eldamennsku. Útsýni úr íbúðinni er yfir fjöll og hestar eru allt um kring.
Studio íbúðin er rúmlega 100 fm2 (Unique large Studio Apartment) er eitt fallegt opið rými með tveimur einstaklingsrúmum og einu king size rúmi. Einnig er svefnsófi. Tvo salerni eru og er annað þeirra með sturtu. Stórt rými fyrir stofu og eldhúsið er fullbúið og stórt. Studio íbúðin er sérstök að því að leyti að hægt er að horfa yfir reiðhöllina og suma daga er verið að þjálfa hesta þar inni sem hægt er þá að fylgjast með. Einnig er gott útsýni yfir fjöll í kring og gerði þar sem hestar geta verið í suma daga.
Til að bóka eða finna nánari upplýsingar á Airbnb,vinsamlegast smellið hér.
Til að bóka eða finna nánari upplýsingar á Bookinb.com, vinsamlegast smellið hér.