Reykjavik4you Apartm'Hotel
Reykjavik4you er fjölskyldurekið íbúðahótel staðsett í miðbæ Reykjavíkur að Bergstaðastræti 12 og Laugavegi 85. Frá upphafi hefur aðal áherslan verið lögð á persónulega þjónustu og að gestum líði eins og heima þegar þeir dvelja á hótelinu. Komið er til móts við þarfir hvers viðskiptavinar og í boði er að viðkomandi geti óskað að starfsmaður sé til staðar við komu, sýni íbúðina og skýrt út hlutina.
Einnig er boðið upp þjónustu þar sem viðkomandi skráir sig inn "online" og gengur frá öllu í gegnum sérhannað app sem allir gestir fá eftir bókun hefur verið staðfest. Þegar viðkomandi hefur gengið frá innskráningu er sendur lyklakóði til viðkomandi sem veitir aðgang þann tíma sem bókað er. Með þessu nýja möguleika getur viðkomandi pantað aðgang að íbúð hvenær sem er með einföldum hætti. Þessi möguleiki er þægilegur t.d. fyrir þá sem þurfa reglulega að heimsækja höfuðborgina t.d tengt vinnu eða annarra hluta. Þá er gerður samstarfssamningur þar sem fyrirhugaðar heimsóknir eru skráðar og viðkomandi getur gengið að íbúð sinni eftir hentugleika eins og um hans eign væri að ræða.
Einnig er í boði dagleg þrifaþjónusta sem viðkomandi getur pantað og greitt fyrir aukalega.
24 tíma símavakt er allan sólahringinn og getur viðskiptavinur hvenær sem er haft samband við starfsmann ef á þarf að halda.
Í eigu félagsins eru 24 íbúðir af ýmsum stærðum og gerðum sem innréttaðar hafa verið með þægindi og þarfir gesta í huga.
Studio íbúð að Bergstaðastræti 12: Íbúðin skiptist í anddyri, snyrtingu og alrými þar sem eldhús, borðkrók, setustofu og svefnaðstöðu hefur verið komið fyrir. Íbúðin er fullbúin með öllum eldhústækjum, húsgögnum og öðru sem þarf fyrir fullbúið heimili. Sér baðherbergi innan íbúðarinnar með sturtu og öðrum búnaði.Uppbúin rúm ásamt handklæðum innifalin í verði.
Staðsetning einstök, lávöruverslun í mínútu göngufjarðlægð, kaffihús, veitingastaðir, leikhús og önnur afþreyging göngufjarðlægð. Möguleiki á sér bílastæði á baklóð. Gisting fyrir 2 fullorðna
Tvegga herbergja íbúð (1 svefnherbergi) að Bergstaðastræti 12: Íbúðin skiptist í anddyri, svefnherbergi, snyrtingu með sturtu, stofu og eldhús. íbúðin er fullbúin með öllum eldhústækjum, húsgögnum og öðru sem þarf fyrir fullbúið heimili. Sér baðherbergi innan íbúðarinnar með sturtu og öðrum búnaði.
Uppbúin rúm ásamt handklæðum innifalin í verði.
Staðsetning einstök, lávöruverslun í mínútu göngufjarðlægð, kaffihús, veitingastaðir, leikhús og önnur afþreyging göngufjarðlægð. Möguleiki á sér bílastæði á baklóð. Gisting fyrir 3 fullorðan (svefnsóffi í stofu)
Þriggja herbergja íbúð (2 svefnherbergi) að Bergstaðastræti 12: Íbúðin skiptist í anddyri, tvö svefnherbergi, snyrtingu með sturtu, stofu og eldhús. íbúðin er fullbúin með öllum eldhústækjum, húsgögnum og öðru sem þarf fyrir fullbúið heimili. Sér baðherbergi innan íbúðarinnar með sturtu og öðrum búnaði. Uppbúin rúm ásamt handklæðum innifalin í verði.
Staðsetning einstök, lávöruverslun í mínútu göngufjarðlægð, kaffihús, veitingastaðir, leikhús og önnur afþreyging göngufjarðlægð. Möguleiki á sér bílastæði á baklóð. Gisting fyrir allt að 5 fullorðan (svefnsóffi í stofu)
Þriggja herbergja íbúð (2 svefnherbergi) að Laugavegi 85: Íbúðin skiptist í anddyri, tvö svefnherbergi, snyrtingu með baðkari/sturtu, stofu og eldhús. íbúðin er fullbúin með öllum eldhústækjum, húsgögnum og öðru sem þarf fyrir fullbúið heimili. Sér baðherbergi innan íbúðarinnar með sturtu og öðrum búnaði. Uppbúin rúm ásamt handklæðum innifalin í verði.
Staðsetning einstök, lávöruverslun í tveggja mínútna göngufjarðlægð, kaffihús, veitingastaðir, leikhús og önnur afþreyging göngufjarðlægð. Gisting fyrir allt að 6 fullorðan (svefnsóffi í stofu)