Gistihúsið Sæluvík
Sérstætt hús rétt utan þorpsins Bakkafjarðar, húsið stendur við sjóinn og býður upp á fallegt sjávarútsýni og miðnætursól. Húsið er tveggja hæða og það eru þrjú herbergi, öll á efri hæðinni, ásamt eldhúsi og salerni, sturta er á neðri hæðinni. Hægt er að njóta íslenska dýralífins en það er fuglabjarg stutt frá húsinu og hægt er að heyra fuglasöng nær allan sólarhringinn, ef maður er heppinn getur maður séð Hreindýr og Tófur. Það er veitingastaður og lítil búð inn í Bakkafirði, einnig er náttúrulaugin Selárdalslaug aðeins 20 mínútna akstur. Seinni partinn í ágúst gæti maður séð norðurljósin.