Hoepfners húsið
Hoepfners húsið er einstakur gististaður í sögufrægu húsi sem er staðsett í hjarta Akureyrar, elsta hluta bæjarins og aðeins í nokkurra mínútna göngufjarlægð frá miðbænum. Þar má finna margar heillandi byggingar, söfn, veitingastaði, menningarhús og verslanir.
Hoepfners húsið var byggt árið 1911 og heitir eftir eiganda þess og byggingaraðila Carl Hoepfner. Húsið er gamalt verslunarhús og var eitt af síðustu stóru timburhúsunum sem reist var á Akureyri þar sem steinsteypa tók við frá þessum tíma. Húsið var notað sem verslun frá 1911 og fram á tíunda áratuginn. Húsið er friðað og mikilli alúð hefur verið gætt við uppgerð og viðhald þess.
Fjórar rúmgóðar íbúðir eru í húsinu og bjóða allar upp á nútímaleg þægindi, hver og ein með sínum einstaka karakter og sögulega stíl. Fullbúið eldhús er í öllum íbúðunum og er hver íbúð með hjónaherbergjum, sérbaðherbergi, stofu með snjall sjónvarpi og ókeypis WIFI. Reykingar eru bannaðar og gæludýr ekki leyfð í íbúðunum. Vinsamlegast bókið á eftirfarandi vefsíðum:
https://kjarnalundur.is/apartments-akureyri/
Booking.com - Hoepfner Historical House
Airbnb.is - Hoepfner Historical House