Viðeyjarstofa
Viðeyjarstofa er merkur og fallegur sögustaður. Húsið var upphaflega byggt sem embættisbústaður Skúla Magnússonar á árunum 1752-1755. Árið 1988 lauk umfangsmiklum endurbótum en yfirbragði hússins hefur verið haldið sem upprunalegustu. Í dag er rekið kaffihús og veitingarstaður í Viðeyjarstofu. Kaffihúsið er opið í tengslum við ferjusiglingar til Viðeyjar. Veitingarstaðurinn er opinn á völdum dögum vegna kvölddagskrárinnar Óður til friðar og jólahlaðborða. Viðeyjarstofu er einnig hægt að bóka fyrir stóra sem smáa hópa og þykir frábær kostur fyrir fundi, veislur og fjölbreyttar uppákomur.