Fláajökull
Höfn í Hornafirði
Fláajökull er jökultunga Vatnajökuls sem auðvelt er að nálgast. Svæðið býður upp á mikilfenglegt útsýni yfir jökulinn sem hopað hefur um 2 km á síðustu hundrað árum og skilið eftir sig jökullón. Svæðið er kjörinn áfangastaður fyrir g alla sem eru áhugasamir um hvernig hreyfing jökulsins hefur áhrif á nærliggjandi umhverfi.
Merkt gönguleið tengir svæðið framan við Fláajökul við skógræktarsvæðið í Haukafelli.