Selir á Vestfjörðum
Á Vestfjörðum kæpa tvær tegundir sela eins og víðast hvar á landinu.
Landselur er algengur um alla Vestfirði og sést hann víða í fjörum og á annesjum árið um kring. Einnig er algengt að selir sjáist synda nálægt ströndinni og fylgjast forvitnir með því sem gerist í landi.
Útselur er sjaldgæfari og erfiðara að koma auga á hann. Hann er stærri en landselurinn og verður allt að 2,5m langur og 300kg.
Fleiri tegundir er hægt að sjá við Vestfirði og ekki er langt síðan Rostungur sást á Vestfjörðum, þótt slíkt sé afar fátítt í seinni tíð.
Selir liggja allajafna uppi um háfjöru, en eru við veiðar á háflóði. Veðurfar getur haft áhrif á möguleika á því að sjá sel.