Fara í efni

Krossanesborgir

Akureyri

Krossanesborgir er svæði alsett klettaborgum eða stuttum klappaásum fyrir norðan Akureyri. Svæðið var friðlýst að hluta árið 2005 sem fólkvangur. Í borgunum er 5-10 milljóna ára basalt, sem myndar berggrunn Akureyrar. Langflestar borganna eru nokkurn veginn eins og ísaldarjökullinn skildi við þær fyrir um 10 þúsund árum. Þær liggja í óreglulegum röðum og þyrpingum, en á milli þeirra eru oftast mýrarsund, og tjarnir í sumum þeirra.

Mikill gróður er í tjörnum á svæðinu, sérstaklega Djáknatjörn, en þar vaxa margar nykrutegundir, m.a. hin sjaldgæfa langnykra. Gróðurfar í borgunum er fjölbreytt og hafa þar fundist um 190 plöntutegundir, þar af 16 starategundir.

Þetta er um 40% allra íslenskra blómplantna og byrkninga. Fuglalíf er fjölbreytt, þar verpa um 27 tegundir fugla eða um 35% af öllum íslenskum fuglategundum. 

Heimild: heimasíða Umhverfisstofnunar. 

Árið 2014 voru hönnuð upplýsingaskilti fyrir svæðið og má sjá þau hér fyrir neðan: 

Yfirlitskort
https://www.visitakureyri.is/static/files/2012-VISIT/pdf/krossanes_skilti_2014.pdf
Kort af gönguleiðum
https://www.visitakureyri.is/static/files/2012-VISIT/pdf/krossanes_gonguleidakort_2014-fra-teikna-a-lofti.pdf
Áveituskurður
https://www.visitakureyri.is/static/files/2012-VISIT/pdf/aveituskurdur_2014_loka.pdf
Jurtir - blóm
https://www.visitakureyri.is/static/files/2012-VISIT/pdf/engjaros_langnykra_reidingsgr_2014_loka.pdf
Fuglar - endur
https://www.visitakureyri.is/static/files/2012-VISIT/pdf/fuglar_skufond_raudh_2014_loka.pdf
Tré og runnar
http://www.visitakureyri.is/static/files/2012-VISIT/pdf/gulv_birki_reyniv_lodv_2014_loka.pdf
Mófuglar
http://www.visitakureyri.is/static/files/2012-VISIT/pdf/jadrakan_hrossag_spoi_2014_loka.pdf
Jarðfræði
https://www.visitakureyri.is/static/files/2012-VISIT/pdf/jardfraedi_2014_loka.pdf
Eyðibýlið Lónsgerði
https://www.visitakureyri.is/static/files/2012-VISIT/pdf/lonsgerdi_2014_loka.pdf
Fuglar - rjúpan
https://www.visitakureyri.is/static/files/2012-VISIT/pdf/rjupan_tillaga2_2014_loka.pdf
Fuglar - mávar
https://www.visitakureyri.is/static/files/2012-VISIT/pdf/silamafur_silfurmafur_svartbakur_2014_loka.pdf
Stríðsminjar
https://www.visitakureyri.is/static/files/2012-VISIT/pdf/stridsminjar_2_2014_loka.pdf
Votlendisplöntur
https://www.visitakureyri.is/static/files/2012-VISIT/pdf/vetrarkvidas_fergin_lofotur_2014_loka.pdf