Mývatn verndarsvæði
Mývatn
Á og við Mývatn er mikið og fjölbreitt fuglalíf. Einkum
lifa þar vatna- og votlendisfuglar af ýmsum tegundum en þekktast er
Mývatn fyrir fjölda andategunda sem á sumrin eru fleiri við vatnið en á
nokkrum öðrum stað á jörðinni.
Mývatn er verndað með sérstökum lögum
og er á skrá um alþjóðlega mikilvæg votlendissvæði ásamt Laxá sem úr því
rennur.