Golfklúbbur Reykjavíkur
Golfklúbbur Reykjavíkur rekur tvo golfvelli á höfuðborgarsvæðinu, annars vegar Grafarholtsvöll (18 holur) og hins vegar Korpúlfsstaðarvöll (27 holur). Svíinn Nils Sköld hannaði Grafarholtsvöll og er hann einstakur að því leyti að engar tvær brautir eru eins, hann telst því bæði vera fjölbreyttur og skemmtilegur að spila. Korpúlfsstaðarvelli er skipt í þrjár 9 holu lykkjur – Sjórinn, Áin og Landið og skiptist völlurinn því í mismunandi 9 og 18 holu völl hvern dag.
Golfklúbbur Reykjavíkur er stoltur af því að geta boðið upp á glæsilega golfvelli í fallegu umhverfi og býður kylfinga velkomna.
Nafn golfvallar: Grafarholtsvöllur
Holufjöldi: 18
Par: 71
Upplýsingar um aðra aðstöðu klúbbsins, svo sem stutta æfingavelli og inniæfingasvæði má finna á vefsíðu klúbbsins.