Apotek Hótel - Keahotels
Apótek Hótel er glæsilegt fjögurra stjörnu hótel á horni Austurstrætis og Pósthússtrætis. Hótelið er staðsett í hjarta Reykjavíkur en allt í kring má finna fjölbreytta afþreyingu, veitingahús og verslanir. Á Apótek Hótel eru 45 glæsilega innréttuð herbergi. Lagt var upp með þægindi í bland við nútímalegt útlit með klassísku yfirbragði við hönnun þeirra og tóna herbergin vel við ytra útlit hótelsins.
Herbergin á Apótek Hótel eru búin helstu nútíma þægindum eins og sjónvarpi, síma, öryggishólfi og míníbar. Þar að auki er frí internettenging, kaffi- og tesett, sérbaðherbergi með sturtu, baðsloppur og inniskór, baðvörur, hárblásari, strauborð og straujárn, skrifborð og parketlögð gólf inni á öllum herbergjum.
Fyrir þá sem vilja enn meiri lúxus býður Apótek Hótel upp á Superior- og Deluxe herbergi ásamt Juniorsvítum og Turnsvítu.
Á jarðhæð hótelsins er veitingastaðurinn Apotek Kitchen + Bar sem býður upp á ljúffengar veitingar í líflegri stemningum flottu umhverfi. Matseðillinn er skemmtileg blanda af íslensku og evrópsku eldhúsi með funheitu argentínsku grilli. Á Apotekinu er lifandi kokteilbar þar sem verðlaunaðir „apótekarar” hrista saman spennandi kokteila við allra hæfi – örvandi, róandi og jafnvel verkjastillandi.
Apótek Hótel er eitt af fimm Keahótelum sem staðsett er í Reykjavík.