Fara í efni

Kaffivagninn

Kaffivagninn var stofnaður árið 1935 af Bjarna Kristjánssyni og stóð þá á Ellingsenplaninu sem er á horni Pósthússtrætis og Tryggvagötu, á þessum tíma var Kaffivagninn vörubíll með yfirbyggðum palli. Fram yfir stríðsárin var Kaffivagninn í eigu Bjarna sem rak hann allan tímann.

Hús Kaffivagnsins hefur verið í núverandi mynd frá því 1975.

Kaffivagninn býður upp á úrval hefbundinna íslenskra og skandinavískra rétta auk heitra og kaldra drykkja. Við bjóðum upp á heita drykki frá te og kaffi auk þess að vera með gamla góða uppáhellta kaffið.

Glæsilegur pallur er við austurgafl Kaffivagnsins með útsýni yfir höfnina og Hörpu.

Hvað er í boði