Fara í efni

Iðnó

Iðnó býður upp á fyrsta flokks veislu- þjónustu við öll tilefni, svo sem brúð- kaup, afmæli, fermingar og þegar bjóða á erlendum gestum upp á það besta í mat og drykk staðsett í einu fallegasta húsi Reykjavíkur. Iðnó og umhverfi þess er alveg einstakt.

Við tökum á móti stærri og smærri hóp- um. Allar veitingar eru frá sælkeraeld- húsi Iðnó sem býður mjög fjölbreyttan matseðil við öll tækifæri.

Í Iðnó leggjum við áherslu á faglega þjónustu. Við önnumst alla umgjörð og skreytingar með þínar óskir í huga svo veislan verði sniðin að þínum þörfum.

Leikhússalurinn rúmar allt að 120 manns í sitjandi borðhald og 300 manns í stand- andi móttökur. Á sumrin er frábært að opna út á pall við Tjarnarbakkann.

Á sumrin er kaffihúsið á fyrstu hæð opið á daginn. Hjartanlega velkomin og njótið að vera á pallinum í góðu veðri.

 


Hvað er í boði